Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta fyrir Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Efla þarf upptökur á fyrirlestrum þvert yfir sviðið.
Mikilvægt að nemendur geti fengið upptökur þar sem oft er mikið verkefnaálag. Ef nemendur missa af tíma ættu þau að hafa aðgang að upptökum.
Bæta þarf utanumhald um nýnema og stúdenta í námi
Taka þarf betur á móti nýnemum, þrýsta á deildirnar til þess að vinna með nemendafélögunum í þessu. Sporna þarf gegn miklu brottfalli og hugsa betur um nemendur. Efla samskipti kennara og nemenda. Efla nemendafélög.
Tryggja þarf að skylduáfangar séu alltaf kenndir.
Skylduáfangar sem nemendur þurfa til þess að klára Bachelor gráðu ættu ekki að falla niður. Tryggja þarf að skylduáfangar séu kenndir á hverju ári.
Betra skipulag í prófatíð.
Reyna þyrfti eftir fremsta megni að hámarka tíma milli prófa og sjá til þess að stúdentar séu ekki í tveimur lokaprófum á sama sólarhring. Betra skipulag í prófatíð hagnast öllum, nemendum og kennurum.