top of page

Stefnumál Vöku

Í baráttu sinni fyrir bættum hagsmunum stúdenta

Nám fyrir stúdenta

Stúdent í tíma

Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta í kennslumálum

Fjarnám og bættir kennsluhætti fyrir landsbyggð og fjölskyldufólk

 

Háskóli Íslands fyrir alla landsmenn.

 

Aukin upptaka á fyrirlestrum.

 

Þrýsta á skólann að auka framboð á fjarnámi, ekki bara einstaka áfanga, líka heilar námsleiðir.

 

Inntökupróf fyrir læknisfræði verða nú líka haldin á Akureyri, og við ætlum að berjast fyrir fleiri staðsetningum á landsbyggðinni.

Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta í málefnum Hámu

Tryggja þarf áframhaldandi varðveislu Hámu.

 

Það átti að loka Hámu í Eirbergi, rétt eins og Hámu var lokað í Odda og Háskólabíó þegar Vaka var í minnihluta. Háma í Eirbergi er enn opin og Vaka ætlar að halda áfram að standa vörð um útsölustaði Hámu.

 

Á næsta kjörtímabili skipar stúdentaráð í stjórn FS til næstu tveggja ára. Það skiptir máli að skipaðir verði stjórnarmenn sem hafa rekstrarheilbrigði Hámu að leiðarljósi.

 

Það þarf að halda áfram að þrýsta á FS að halda útsölustöðum opnum og hafa vörur ódýrari.

Næring fyrir nemendur

Háma Logo

Bílastæði fyrir þig, fyrir mig og ókeypis!

Bílastæði

Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta í bílastæðamálum

Engin bílastæðagjöld hafa litið dagsins ljós á kjörtímabilinu. Við munum halda áfram að þrýsta á háskólan og stjórnvöld, svo að stúdentar þurfi ekki að borga meira fyrir að mæta í skólann.

 

Koma í veg fyrir fækkun bílastæða á meðan aðrir innviðir eru ekki til staðar.

 

Ef að bílastæðagjöld koma munum við tryggja sanngjarnt og skilvirkt kerfi sem er sem ódýrast fyrir stúdenta.

Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta varðandi félagsmál

Við breyttum rekstrarformi Októberfest og sóttum margfalt meiri hagnað fyrir Stúdentaráð. Hagnað sem hefði, ef haldið hefði verið í fyrra ástand, runnið til aðila úti í bæ.

 

Auknar tekjur frá Októberfest urðu til þess að við gátum haldið Árshátíð SHÍ, fyrir alla stúdenta, í fyrsta sinn síðan fyrir hrun.

 

Auknar tekjur frá Októberfest urðu líka til þess að SHÍ gat staðið undir stórauknum greiðslum úr Stúdentasjóði. Þannig beinir styrkir til nemendafélaga voru margfaldaðir, sem þýðir meiri peningar fyrir nemendafélögin sem vita best hvernig á að bæta félagslífið í sínum deildum.

 

Við ætlum að halda áfram að efla félagslífið í HÍ eins og við höfum gert í ár, því gott félagslíf gerir góðan háskóla.

Blómlegt og vaxandi félagslíf

Nonni að spreða

Fjármál sem henta stúdentum!

Menntasjóður Logo

Stefna lýðræðissinnaðra stúdenta í Menntasjóðsmálum og SHÍ

Engin bílastæðagjöld hafa litið dagsins ljós á kjörtímabilinu.

Meirihluti Vöku stofnaði stöðu kjarafulltrúa á skrifstofu SHÍ sem aðstoðar stúdenta á vinnumarkaði, sem í fyrsta sinn í fjölda ára sem aukið er þjónustu skrifstofunnar

 

Vaka hefur barist fyrir endurbótum á Menntasjóð námsmanna (MSNM), þá með sérstakri áherslu á að hækka framfærsluna. 

 

Strax og niðurstöður stúdentaráðskosninga 2024 lágu fyrir fóru fulltrúar nýs meirihluta Vöku á fund þáverandi háskólamálaráðherra og kynntu áherslur okkar í menntasjóðsmálum

 

Niðurstaða fundarins var að sammeiginlegur snertiflötur var um hækkun frítekjumarks framfærslu, og stuttu síðar þann 3. apríl var frítekjumarkið hækkað í 2.2 milljónir.

 

Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi sem mun bæta þjónustu MSNM, en betur má ef duga skal og enn þarf að hækka framfærsluna. 

 

Frjósamur jarðvegur virðist vera fyrir breytingum hjá nýjum ráðherra, eftir næstu fjárlög, en það þarf að halda baráttunni áfram til að hækka framfærsluna, gera niðurfellingar höfuðstóls sanngjarnari og koma á tvískiptu frítekjumarki.

bottom of page